Fossavatnsgangan 2025

Íslenska English

Mótsshaldari

Fossavatnsgangan
Kt. 690905-0430
Kristbjörn Róbert Sigurjónsson
Símanr.: +3548960528
fossavatn@fossavatn.is

Skilmálar

Keppnisgreinar
Fatapoki

Fatapoki fyrir Fossavatnsgönguna Fossavatnsgangan hefur ákveðið að gerast ´græn´ og munum við eingöngu notast við fjölnota fatapoka frá og með göngunni 2020. Við minnkum plastnotkun eins og hægt er og við tökum ekki við plastpokum í fatageymslu.

Við bjóðum uppá þennan sérmerkta bakpoka merktan Worldloppet, Fossavatnsgöngunni og aðalstyrktaraðilum okkar.

Léttur alhliða poki fyrir skíðin, gönguferðir, flugferðir, matarinnkaup, vatnasport og margt annað. Málin á honum eru 42cm x 71cm x 16cm

Þennan fatapoka er eingöngu hægt að fá í fyrirframpöntun
Verð: 11500 ISK
Bakpoki

Backpack for Fossavatnsgangan Fossavatnsgangan tók upp þá öryggisráðstöfun 2017 að skylda alla þátttakendur í 25 og 50 km göngunni á laugardeginum að nota bakpoka í keppninni. Þetta er gert til að gæta öryggis keppenda þannig að fólk geti klætt sig betur ef veður gerast válynd.

Það er skylda að hafa eftirfarandi í bakpoka, utanyfirjakki og utanyfirbuxur, húfu og vettlinga. Þyngdin á bakpoka með þessum hlutum í þarf að ná amk. 1,5 kg.

Bakpoki þarf að vera svona eða sambærilegur, hægt að forpanta um leið og skráð er og fá poka afhentan um leið og gögn eru sótt.
Verð: 12500 ISK
Fossavatnspartý

Sjávarréttahlaðborð og Fossavatnspartý sem haldið er laugardagskvöldið 12. apríl frá kl. 19:30 til kl 01:00.
Aldurstakmark er 18 ára.

Takmarkaður fjöldi miða er í boði.
Verð: 10500 ISK
Worldloppet vegabréf

Vertu með og náðu Worldloppet meistaratitli!
Worldloppet vegabréfið er bundið einstaklingi, í það verður að skrá allar kláraðar Worldloppet göngur. (sjá nánari uppl. www.worldloppet.com/calender )

Vegabréfið er með sér blaðsíðu fyrir hvern viðburð í Worldloppet mótaröðinni.

Þegar lokið er Worldloppet keppni þá fær skiðamaðurinn formlegan stimpli frá keppnishöldurum um að keppni sé lokið, yfirleitt á keppnisskrifstofu eða í kaffisamsæti Fossavatnsgöngunnar. Stimpill í vegabréfið er sönnun þess að keppni í Worldloppet göngu er lokið. Þegar þú hefur klárað 10 göngur í mismunandi löndum og amk. 1 af þeim í annarri heimsálfu þá getur vegabréfshafinn óskað eftir að fá stimpilinn Worldloppet Master.
Verð: 6500 ISK